152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:51]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það munar 90.000 kr. á grunnlífeyri fólks sem er á örorku og lágmarkslaunum í landinu. Það er aldrei tími til að loka þessu gati vegna þess að það virðist alltaf svo óyfirstíganlegt. Samt ganga nú í garð enn ein áramótin þar sem við leyfum þessu gati að stækka og stækka. Það eina sem við erum að reyna að gera með þessari breytingartillögu er að koma í veg fyrir að gliðnunin aukist enn eitt árið í röð. Það er ekki einu sinni sú krafa sett hér inn að stoppa í þetta gat og loka því heldur aðeins að gera þennan vanda minni í framtíðinni fyrir ríkisstjórnina. Í öðru lagi erum við líka að greiða atkvæði um að hækka frítekjumark öryrkja upp í 200.000 kr. til að gera fólki, sem lifir á lágum tekjum, kleift að vinna sér inn aukaframlag án þess að borga hæstu skattana í landinu. — Við í Samfylkingunni segjum já.