152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

skattar og gjöld.

4. mál
[12:18]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil fagna því að við séum að tryggja innheimtu opinberra gjalda og að ekki sé verið að svíkja undan skatti. En ég verð að viðra ákveðnar vangaveltur sem ég hef varðandi það að við færum þessa heimild undir ríkisskattstjóra. Ég ítreka að við höfum alltaf meðalhóf að leiðarljósi þegar við förum í að kyrrsetja eignir einstaklinga eða lögaðila með þessum hætti og án aðkomu lögreglu. Annars greiði ég þessari tillögu atkvæði mitt.