152. löggjafarþing — 19. fundur,  28. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[14:50]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna, margt ágætt sem þar kom fram. Ég er sérstaklega sammála því sem hv. þingmaður sagði um mikilvægi þess að byggja á velsældarmælikvörðum frekar en einungis sjónarmiðum sem varða hagvöxt. Af því ég veit að hv. þingmaður er áhugasöm um loftslagsmál og talaði sérstaklega um þau þá langar mig að spyrja hvort hún deili ekki með mér ákveðnum áhyggjum af því að í þessum fjárlögum skuli í rauninni ekki endurspeglast með skýrari hætti sú staðreynd að ríkisstjórnin styðst nú við talsvert metnaðarfyllri markmið í loftslagsmálum en var gert á síðasta kjörtímabili og hvort hv. þingmaður hafi ekki áhyggjur af því eins og ég að þess sjáist ekki skýr merki á fyrsta fjárlagaári þessa kjörtímabils, sem er þá 25% af kjörtímabilinu.