152. löggjafarþing — 19. fundur,  28. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[14:58]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Alþjóð spyr sig: Hverjum eru þessi fjárlög fyrst og fremst til gagns? Hvaðan eru tekjurnar teknar, frá þeim ríku eða þeim fátæku? Hvernig er tekjunum varið, í dýr ráðuneyti eða til aukinnar velmegunar fyrir þá sem minnst mega sín? Kannski að svarið við þessum spurningum sé að það þurfi heildarendurskoðun á fjárlögum.