152. löggjafarþing — 19. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[16:33]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Frú forseti. Við þingmenn Miðflokksins leggjum hér til að í stað þess að frítekjumark ellilífeyrisþega hækki úr 1.200.000 kr. á ári í 2,4 milljónir hækki þá það í 6 millj. kr. á ári. Þetta er til samræmis við óskir Félags eldri borgara og við teljum að kostnaðarmat fjármálaráðuneytisins í þessum efnum standist enga skynsemisskoðun. Þar er, eins og við þekkjum, eingöngu tekið tillit til kostnaðarhliðar málsins en ekki í neinu gætt að tekjuhliðinni eins og hver einasti eldri borgari sem þessa nyti myndi stinga hverri krónu undir koddann hjá sér og láta hana daga uppi. Við teljum að kostnaður af þessari aðgerð sé hverfandi ef nokkur, ef afleidd áhrif eru skoðuð, og því leggjum við til að þetta frítekjumark fyrir eldri borgara fari úr 1.200.000 kr. eins og það er núna í 6 millj. kr. á ári.