152. löggjafarþing — 20. fundur,  17. jan. 2022.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

210. mál
[16:19]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Ef ég skildi hv. þingmann rétt — ef ekki, þá endurtekur hann það í seinna andsvari — ef þú ert þegar að nýta ákveðin úrræði þá ertu ekki þar með talinn í vanskilum, það er bara hin almenna vanskilaskilgreining sem á þar við en ekki þótt þú sért að nýta ákveðinn stuðning. Hvað varðar vextina, það er það sem þetta kostar ríkissjóð, þessi frestun er í raun vaxtalaus. Hvað varðar reiknaða endurgjaldið er það eitthvað sem ég þyrfti að fá tækifæri til að spyrja um, þá tæknilegu hlið, og myndi vilja fá tækifæri til að gera það og koma aftur upp og fara yfir hver útfærslan er í því.