152. löggjafarþing — 21. fundur,  17. jan. 2022.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

210. mál
[22:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn. Vitaskuld held ég að þingið hefði viljað fá þetta mál til sín fyrr, og ekki bara þingið heldur líka öll þau hundruð rekstraraðila og fyrirtækja sem eru úti í samfélaginu og hafa búið við gríðarlega mikla óvissu. En við lifum við fordæmalausa tíma og þetta er það sem kallað er krísustjórnun úti í atvinnulífinu. Við erum í krísustjórnun frá degi til dags. Þingið er að taka til starfa eftir hlé í dag þannig að ekki var hægt að bregðast við fyrr sökum þess og það að mæddi mikið á þinginu fyrir áramót að klára fjárlög. Ég fagna því að málið sé komið fram hér í dag vegna þess að við erum ekki að gera annað en að veita hér örlítið súrefni út í atvinnulífið.