152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:39]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég get alveg tekið undir með þeim sem hér hafa talað, en við skulum auðvitað virða það við þá ráðherra sem þó eru mættir. Ég er líka þakklátur hæstv. forseta fyrir að útskýra fyrir okkur með hvaða hætti við getum náð eyrum ráðherrans að öðru jöfnu, en hér kom samt fram áðan að að jafnaði eiga að vera þrír til staðar. Nú var hægt að lesa það úr orðum forseta að hann hafi grennslast fyrir um ástæðurnar fyrir því að það var svona fáliðað. Þá finnst mér A, að hann eigi að upplýsa okkur um ástæðurnar, og B, að hann sem forseti alls þingsins leggist á árar með okkur og tryggi að við höfum þá alla vega aðgang að ráðherrum sem okkur ber.