152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:20]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Er ekki bara best að fara vel með skattfé? Kosningasigur Framsóknarflokksins ætlar að reynast skattgreiðendum nokkuð dýr í þessum efnum. Það blasir við að þessar aðgerðir eru fyrst og fremst ætlaðar til að stilla af valdahlutföll innan ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis velkist enginn í vafa um það að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hverju sinni hafa þá stöðu að geta gert þetta með þeim hætti sem flokkunum sýnist. Miðflokkurinn mun ekki greiða atkvæði, hann mun sitja hjá við afgreiðslu þessa máls og ábyrgð þess er auðvitað að fullu stjórnarflokkanna.