152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:22]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er á móti því að fjölga ráðuneytum. Kostnaðurinn er gífurlegur og þetta er algjör óþarfi. Á sama tíma segir ríkisstjórnin að það séu ekki til fjármunir til þess að hjálpa þeim sem verst hafa það í landinu. Fólk stóð í röðum eftir mat um síðustu jól en það eru til nógir peningar í svona vitleysu.

Við gleymum því að áður fyrr voru hreppaflutningar á fólki. Núna eru ráðuneytisflutningar á barnamálum milli ráðuneyta. Hvaða afleiðingar hefur það? Það er alltaf verið að hræra í hlutum sem á ekki að vera hræra í, þar sem á að vera stöðugleiki og sjá til þess að hlutirnir virki. Því miður er það eina sem þetta hefur upp á sig að valda meira tjóni en nokkur gat séð fyrir. Þetta er fáránlegur fjáraustur sem á ekki að eiga sér stað. Óþolandi.