152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:44]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hæstv. innviðaráðherra kom hingað upp og gagnrýndi gagnrýni mína á forgangsröðun og talaði um að hér væri um fjárfestingu að ræða. Við sem höfum starfað við nýsköpun og fjármögnun horfðum aðeins á þetta og ég ákvað að spá í hvaða fjárfestingu væri verið að tala um. Jú, það er fjárfesting í því að einn Framsóknarþingmaður fær tvöföld laun út kjörtímabilið. Það er fjárfesting í því að þessi ríkisstjórn getur haldið völdum í fjögur ár í viðbót. Í hverju öðru er fjárfestingin? Ég spyr mig. Kannski hæstv. innviðaráðherra geti svarað því ef hann er ekki of upptekinn í símanum.