152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:45]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við munum öll eftir aðdragandanum. Það voru átta vikna viðræður milli þessara flokka um að halda áfram að starfa saman sem þeir höfðu þó lýst yfir í kosningabaráttunni að yrði reyndin fengju þeir til þess umboð. Hugmyndin kviknaði þar og þau tóku Stjórnarráðið upp nánast eins og púsluspil og svo féllu bitarnir einhvern veginn. Þetta er ekki gert út frá hagsmunum samfélags, þetta er gert út frá hagsmunum stjórnmálaflokka. Þetta er ekki gert til að fjárfesta í fólki, þetta er gert til að fjárfesta í Framsókn. Kostnaðurinn, hefur hæstv. fjármálaráðherra sagt okkur, hleypur á hundruðum milljóna króna, kaupmálinn við Framsókn. Sú er ástæða þessara breytinga, að við fórum úr tíu ráðherrum í tólf.