152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:56]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ágætu þingmenn. Mikið þykir mér dapurlegur sá málflutningur sem hér á sér stað, ég bara get ekki lengur setið í hliðarsal og þagað. Hefur stjórnarandstaðan í alvörunni aldrei heyrt talað um breytingar á skipuriti? Ég bara spyr. Ég er nýr þingmaður og ég er að koma beint úr atvinnulífinu. Í atvinnulífinu er verið að gera breytingar á skipuriti með reglulegum hætti. Af hverju? Jú, það er gert til að bregðast við breytingum sem eiga sér stað, jafnvel úti í samfélaginu. Ég styð af heilum hug þær breytingar sem hér er verið að gera og ég fagna sérstaklega að sjá breytingar á ráðuneyti nýsköpunar, iðnaðar og háskóla, sömuleiðis á innviðaráðuneytinu þar sem ég tel mikið hagræði fólgið í því að sameina þar verkefni undir einn hatt. Ég styð þetta mál heils hugar.