152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[13:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Alla jafna, ef rökstuðningur fylgdi þessari þingsályktunartillögu, væri ég alveg sammála þeim röksemdum að þetta væri einfaldlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ég hefði þá bara setið hjá og málið væri á hennar ábyrgð. En af því að rökstuðninginn vantar, ég hef ekki neitt í höndunum til þess einu sinni að geta verið sammála eða ósammála, þá greiði ég atkvæði gegn tillögunni.