152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

um fundarstjórn.

[13:09]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Hæstv. forseti. Mig langar að kvarta yfir því að við sem erum látin sitja í hliðarsölum njótum ekki sömu möguleika á að sjá hvernig atkvæðagreiðslur fara fram. Í þeim tveimur atkvæðagreiðslum sem hér fóru fram höfðum við ekki neina mynd af því hvernig atkvæðagreiðslur væru að fara. Við sitjum því ekki við sama borð og þeir sem sitja í þessum sal. Nú veit ég ekki til þess að það hafi verið rætt í forsætisnefnd síðustu vikur að breyta því fyrirkomulagi að hafa okkur öll í mismunandi sölum en ég vona að hæstv. forseti geri strax bót á þessu svo að við þingmenn sitjum öll við sama borð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)