152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

160. mál
[18:04]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur fyrir þetta andsvar. Þetta mál brennur mikið á mér. Ég er alveg á því að þegar fólk er orðið 18 ára þá er það samkvæmt lögum fullorðið og á þar af leiðandi að lúta þeim lögum sem viðkoma fullorðnu fólki. Það er eflaust hægt að færa rök fyrir einhverjum aldurstakmörkum, en almennt er ég á því að það eigi frekar að viðkoma réttindum og öðru sem maður hefur aflað sér með menntun, reynslu eða öðru af því að aldur er ekki hæfniviðmið. Fullorðinn einstaklingur er fullorðinn og á þar af leiðandi geta sinnt þeim skyldum sem viðkoma honum.