152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

gögn frá Útlendingastofnun og ráðherraábyrgð.

[15:32]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svarið þó að mér finnist ég ekki alveg hafa fengið svar við spurningunni. Það er búið að tala um það, af hálfu margra hér í þinginu, og af hálfu forseta og annarra, að það eigi að ganga til verks og fá úr þessu greitt. Það hefur ekki tekist. Staðan er sú að stjórnvöld eru nú að bjóða þinginu að afhenda því þær umsóknir sem stofnuninni sjálfri hentar. Það er ekkert sem bendir til þess að lausn sé í sjónmáli á þessu máli. Því vil ég ítreka spurningu mína: Það liggur ljóst fyrir að ráðherra hefur komið fram í fjölmiðlum og viðurkennt að Útlendingastofnun, samkvæmt fyrirmælum hans, ætlar ekki að fara að lögum. Þau ætla ekki að afhenda þinginu þau gögn sem farið hefur verið fram á og þeim ber lagaskylda til. Hvað er það sem forsætisráðherra hyggst gera til að bregðast við þeirri stöðu?