152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

staða mála á Landspítala.

119. mál
[16:43]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Hér ræðum við eitt mikilvægasta mál okkar samfélags sem er staða Landspítalans. Ég held að vegna mikilvægis spítalans, stöðu hans og hversu stór hann er, hvar þar starfa margar starfsstéttir sem hver hefur sína skoðun, þá þurfum við að fá öflugar sveitir óháðra sérfræðinga til að áfallamæla spítalann og ferlagreina hann. Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Í umræðunni í kringum faraldurinn hefur mikið verið rætt undir hvaða álagi hann er en ég bara man ekki eftir öðru en að hann hafi annað slagið verið á neyðarstigi frá því ég kom inn á Alþingi 2013. Og sérstaklega ef það koma upp slys og annað slíkt. Það þarf svo lítið til. Ég held að við þurfum að fara í að áfallameta og ferlagreina spítalann og meta hvaða getu hann hefur og fá til þess óháða sérfræðinga.