152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

biðlisti barna eftir þjónustu talmeinafræðinga.

121. mál
[17:01]
Horfa

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla að nýta tækifærið og minnast á að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er oft hreinlega lélegt. Mig langaði að hvetja heilbrigðisráðherra til að hafa varann á í framtíðinni þegar koma slíkar flækjandi reglur eða skilyrði inn í samninga, slíkar hamlanir og takmarkanir hafa gríðarlega mikil áhrif á börn á landsbyggðinni. Mig langaði bara til að hvetja heilbrigðisráðherra til að hafa það í huga.