152. löggjafarþing — 33. fundur,  3. feb. 2022.

afléttingaráætlun stjórnvalda, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[13:36]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði einmitt að koma að þessari stóru spurningu í seinni ræðu um það hvað við hefðum í hyggju til að mæta þeim samfélagslegu afleiðingum sem við horfum til og safna öllum gögnum saman um það. Ég held að margt hafi verið vel gert hér, miðað við oft áður fyrr þegar við fórum í gegnum krísur, við að vakta betur þjónustu við hina ýmsu viðkvæmu hópa, þannig að gögnin eru til. Það eru jafnframt til samantektir og gögn og skýrslur um þær fjárhagslegu afleiðingar sem orðið hafa af mótvægisaðgerðunum. Ég held að við þurfum að meta stöðuna og taka saman samræmt stöðumat og lýðfræðilegu nálgunina ekki síður en þá fjárhagslegu og vinna með það. Mér finnst það góð tillaga sem fleiri hv. þingmenn komið inn á í dag.