Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 35. fundur,  8. feb. 2022.

fjarskipti o.fl.

169. mál
[14:48]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrra andsvarið. Ég skil ekki alveg hvers vegna það þarf þá að klára þennan stubb þar sem fjölmargir umsagnaraðilar mæltu í raun gegn því að þetta yrði unnið með þessum hætti og að frekar yrði farið í að fullvinna heildarendurskoðunina á fjarskiptalögunum í staðinn fyrir að fara í þennan bútasaum núna þar sem lögin eru ekki afturvirk, eins og kemur svo sem fram í meirihlutaáliti. Í raun er meiri hlutinn því að tala gegn eigin vinnubrögðum í áliti sínu þegar hann keyrir þetta mál áfram án tilefnis, ef maður horfir á stöðuna eins og hún er í dag, þar sem salan á Mílu er í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu sem mun ekki ljúka þeirri skoðun fyrr en um mitt sumar eða næsta haust, guð má vita hvenær. Svör þeirra sem eru að selja Mílu hafa nefnilega borist mjög seint og illa og þá (Forseti hringir.) frestast sá löggerningur sem því nemur. Hvers vegna þá að vera með (Forseti hringir.) þennan asa þegar þið teljið það sjálf óþarfa í öðrum hluta?