Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

fjarskipti o.fl.

169. mál
[16:40]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þegar mælt var fyrir þessu máli þurfti að klára það í hvínandi hvelli fyrir jól ef ekki skyldi semjast við kaupendur Mílu um kvaðir sem myndu fylgja fyrirtækinu.Svo samdist við þá og sá samningur gildir í tvö ár. Þetta frumvarp, ef það verður að lögum, mun ekki gilda um söluna á Mílu. Mílumálið tekur á öllum fjarskiptum nema einmitt þeim sem málið var lagt fram til að taka á. Með þessu frumvarpi á að lögfesta hluta úr tveimur stærri lagabálkum sem eru á þingmálaskrá þessa vors. Það er ekkert sem hefur komið fram sem útskýrir hvers vegna liggur á að klára akkúrat þessi ákvæði akkúrat núna þegar orðið er ljóst að þau ná ekki utan um Mílumálið sjálft. Þetta er eitthvert furðulegasta mál (Forseti hringir.) sem ég séð hér inni á þingi og er orðið eitt það tilgangslausasta (Forseti hringir.) eftir því sem frá líður framlagningu.