Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[13:07]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Gísla Rafni Ólafssyni fyrir fyrirspurnina. Ég var ekki nógu skýr þegar ég var að fara yfir málið áðan en það er náttúrlega ekki nýtt að hætta sé á eldgosum á Íslandi og við getum því miður ekki enn kortlagt það með góðri vissu. Það er hins vegar mitt mat, af því það verður hvort eð er alltaf að endingu þingið sem mun taka þessar ákvarðanir, að það sé mikilvægt að þingið fái þessa tillögu. Hv. þingmaður veltir upp einum þætti en mörgum öðrum þáttum verður velt upp. Þingið hefur allar heimildir til að kalla eftir öllum þeim upplýsingum sem það vill í tengslum við þessi mál. En ég get lofað hv. þingmanni því að jafnvel þótt þetta væri glæný tillaga og jafnvel þó að ráðuneytið hefði farið yfir hana og komið með einhverjar útfærslur á henni verða alltaf álitaefni, það verða alltaf spurningar frá hv. þingmönnum og þannig á það að vera.