Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[17:26]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. varaformanni fyrir svarið. En mig langar hins vegar að benda á þá útreikninga sem koma beint frá fjármálaráði og ASÍ hefur líka bent á að þrátt fyrir að við gerum ráð fyrir því á þessu tímabili að hagkerfið muni vaxa um 10% þá eru útreikningarnir þess eðlis að útgjöld munu bara vaxa um 0,7% á þessu tímabili. ASÍ hefur varpað því upp að það virðist sem beita eigi velferðarkerfinu fyrir sig sem hagstjórnartæki. Hv. varaformaður nefndi hér að við ætluðum ekki að veita fjárfestingarstiginu þar fyrir okkur. Eitthvað hlýtur eftir að gefa í þessum ramma, þ.e. á útgjaldahliðinni og tekjuhliðinni. Því varpa ég því fram að í ljósi þess að útreikningarnir á bak við rammann, sem við munum vissulega sjá útfærðan núna í vor, hvort ramminn sé nógu rúmur til þess að taka utan um öll þau loforð sem til staðar eru í ljósi þess að þetta eru ofboðslegar lágar upphæðir sem uppreiknast milli ára.