Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[20:12]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði áðan, af því að ég hafði það eftir hv. þingmanni að Vinstri græn hefðu óbeit á samneyslu, að mér þættu þau orð ósmekkleg og mér þykir það. Ég held því til haga hér. Og varðandi það að endurskoða þurfi stjórnarsáttmálann miðað við framlagða stefnu segi ég: Nei, það þarf ekki að gera neitt slíkt. Ég hef rakið það í andsvörum og í ræðu minni að ég tel að við getum staðið við það sem við þurfum að gera og eiginlega ótrúlega vel. Og miðað við hvað við erum búin að standa þétt við bakið á fólki og fyrirtækjum í gegnum það ástand sem við höfum búið við þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því að við náum ekki að taka utan um þau viðfangsefni sem fram undan eru. Við eigum líka að tala samfélagið okkar upp. Það er allt á uppleið aftur eftir þessi rúmlega tvö ár sem við höfum átt í erfiðleikum, hvort sem það er ferðaþjónustan eða annað. Við hljótum að fagna því að það býr til aukinn hagvöxt sem skilar sér inn í ríkissjóð til góðra verka. (Gripið fram í.) Og að því stöndum við Vinstri græn.