Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[20:21]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Þetta er það sem mér finnst einmitt vera skýrt viðurkennt í þessari fjármálastefnu, þ.e. að það er undirliggjandi vandamál og einfaldlega verið að fresta því að laga það vandamál. Það er hluti af stefnunni að laga ekki þann halla sem er á afkomunni heldur taka hann einfaldlega á meðan hagvöxtur er upp á móti, til að vega upp á móti þeim halla, og reyna þá að þrýsta hagvextinum hærra en hann væri í sjálfbærum langtímahagvexti, ef þannig má orða það, til að vega upp á móti undirliggjandi afkomuvanda ríkissjóðs. Hvenær á þá að laga undirliggjandi vanda? Við verðum alltaf að miða við sjálfbærnina hagsveifluleiðrétta, þ.e. óháð því hvort það sé einhver smániðursveifla eða smáuppsveifla. Hvenær á þá að laga vandann sem er undirliggjandi, ef ekki á tímabili þessarar fjármálastefnu?