Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[21:28]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ágætt að fá skýr svör um þetta, áminningu um þetta. Ræðum aðeins betur tekjugrunn ríkisins. Nú hefur hæstv. viðskiptaráðherra, sem er nota bene ekki viðskipta- og bankamálaráðherra heldur bara viðskiptaráðherra, sett fram hugmyndir um að hækka bankaskatt. Ráðherra hefur líka sett fram hugmyndir um að ofsagróði í sjávarútvegi verði skattlagður, að lagður verði aukinn skattur á ofurhagnað í sjávarútvegi. Mér þætti fróðlegt að heyra frá hv. þingmanni hvort þetta séu hugmyndir sem henni hugnast, hvort hún myndi styðja hugmyndir í þá veru og ef ekki hvað henni finnist um þessar hugmyndir yfir höfuð.