152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:43]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Í umræðum um þetta mál hefur líka komið fram af hálfu hæstv. dómsmálaráðherra, mannsins sem fer fyrir þessum málaflokki fyrir okkar hönd, mannsins sem fór á fund um þetta mál í Brussel fyrir okkar hönd, að hann efist um heilindi þeirra flóttamanna sem komu yfir landamærin frá Úkraínu, að þarna sé að finna fólk sem sé að misnota aðstöðu sína með því fara yfir landamæri frá Úkraínu og leita hælis, að það séu nú ekki allir heiðarlegir sem óski þess að fá skjól í kjölfar átakanna í Úkraínu. Þetta er fulltrúinn sem þessi ríkisstjórn hefur valið sér til að tala um þetta málefni, til að vera yfir þessu málefni. Það er enginn að fara að segja mér að ráðherra í félagsmálaráðuneytinu muni bera í bætifláka fyrir þetta. Þetta er maðurinn sem er fulltrúi þessarar ríkisstjórnar gagnvart flóttafólki frá Úkraínu. (Forseti hringir.) Hann er að nota sömu orðræðu og fyrrverandi Bandaríkjaforseti (Forseti hringir.) til að réttlæta aðför að réttindum flóttamanna. Þetta er ykkar fulltrúi.