152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

leigubifreiðaakstur.

369. mál
[14:54]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Það er gott að heyra að við vinnu stórra mála eins og þessara séum við með loftslagsgleraugun á í því samhengi og ég hlakka til að takast á við það í nefndinni og í samtali og samvinnu við ráðuneytið. Það er annað sem mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra um. Við höfum líka heyrt í þessari umræðu að gerðar eru ákveðnar öryggis- og hæfniskröfur til þeirra sem sinna þessari þjónustu, m.a. með tilliti til viðkvæmra hópa. Nú vitum við að stór hluti viðkvæmra hópa í samfélaginu nýtir sér þessa þjónustu og við viljum gjarnan að þeir sömu aðilar eigi þess kost. Er það atriði sem ráðherrann telur að sé nægilega vel tekið á eða mætti skerpa á með einhverjum ákveðnum hætti?