Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

kosningar að hausti.

[16:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hingað upp til að leiðrétta sjálfa mig vegna þess að það eru komin fram rúmlega 40 mál af þeim 97 sem ríkisstjórnin sagðist ætla að vera búin að leggja fram 1. mars, eftir að hafa tekið tvo mánuði í að koma saman ríkisstjórn, eftir að hafa birt þingmálaskrá og eftir að hafa uppfært þingmálaskrána. Þannig að fyrri talan sem ég fór með reyndist vera röng. Það eru rúmlega 40 mál af 97.