152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

hegningarlög.

389. mál
[17:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og ég held að það verði örugglega hið besta mál að nefndin skoði þetta. Þetta er eins og við vitum eitt af því ljótasta sem við sjáum á netinu og er eiginlega til háborinnar skammar að svona skelfileg mál, svona gróft ofbeldi, skuli geta grasserað, að það skuli vera hægt að birta slíkt efni, að ekki sé hægt að koma í veg fyrir það. Eins og við vitum þá er erfitt að eiga við netið en ég vona að fælingarmáttur sé fólginn í því að herða löggjöfina og refsirammann þannig að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir framkvæma.