152. löggjafarþing — 45. fundur,  2. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:42]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Það að Útlendingastofnun, undirstofnun hæstv. ráðherra dómsmála, hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að breyta verklagi sem Alþingi hefur umsjón með sýnir hversu veikt þingið er gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það að við komum hingað upp trekk í trekk til að biðla til hæstv. forseta að tryggja það að Útlendingastofnun uppfylli lagalegar skyldur sínar gagnvart þinginu og að við fáum ekki meira til baka en að forseti fylgist áfram með þróun mála, eins og þetta sé eitthvert náttúrufyrirbrigði sem við fylgjumst með úr fjarska, sýnir bara hversu veikt þingið er gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þessu þarf að breyta, hæstv. forseti. Ég kalla eftir því að forseti standi með þinginu.