152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

skylda Útlendingastofnunar til að afhenda gögn.

[10:46]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Enn einu sinni kem ég hingað upp. Ég er farinn að halda að þetta sé ein mesta málalangavitleysa sem ég a.m.k. hef kynnst á þessu þingi og spyr mig hvort þetta fari að slá met í vitleysu hérna á þinginu vegna þess að málið er ekki svo ofboðslega flókið. Ég skil ekki allan þennan tíma sem hefur tekið að leysa þetta mál. Ekki eiga samskipti að taka langan tíma í dag og ekki þarf að fara um langan veg til að fá þau svör í þessu máli vegna þess að sá sem ræður þessu og getur leyst þetta mál situr hérna nokkra metra frá okkur, þannig að ég spyr bara: Hvers vegna í ósköpunum sér ráðherrann ekki til þess í eitt skipti fyrir öll að leysa þetta mál og sýna alla vega þinginu þá virðingu að við þurfum ekki að vera að ræða þetta hérna dag eftir dag, a.m.k. vonandi ekki næstu tvo mánuði?