152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[18:49]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að játa að við lestur þessa frumvarps varð ég mjög hissa og maður veit í sjálfu sér ekki alveg hvar maður á að byrja. Mig langar í andsvörum mínum að beina spurningum til hæstv. ráðherra. Ég hjó eftir því að hann nefndi í andsvörum rétt áðan að þetta væri frumvarp frá umboðsmanni Alþingis. (Heilbrrh.: Nei.) Það er það sem kom fram, en enn fremur að þetta sé stjórnarfrumvarp, sannarlega. Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra um þetta, ekki síst í ljósi þess að athugasemdir umboðsmanns Alþingis lutu að því, eins og hv. þm. Helga Vala Helgadóttir benti á hér áðan, að framkvæmdin á spítölunum væri ólögleg, ekki endilega að það þyrfti setja lög til að byggja undir hana og halda henni áfram heldur væri hún ólögleg — og á ekki að hætta ólöglegri starfsemi? Fyrsta spurningin sem mig langar til að beina til hæstv. ráðherra er: Var ráðherra með í vinnu við frumvarpið? Er hæstv. ráðherra sammála því sem kemur fram í þessu frumvarpi?