152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[19:24]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er margt til bóta og við munum alveg örugglega koma því á framfæri. En við erum núna fyrst og fremst að ræða um það sem er ekki til bóta, jafnvel það sem horfir til verri vegar og það skiptir gríðarlegu máli. Við vitum alveg af hverju hæstv. ráðherra kemur fram með málið. Við vitum tilefnið. Það er ekki spurningin. En það sem mér finnst bara enn þá leika vafi á er: Finnst hæstv. ráðherra sjálfum frumvarpið gott eða finnst honum það ekki gott? Mér fannst hann slá of marga varnagla til þess að framkvæmdarvaldið geti bara komið með það fram og skutlað því inn til þingsins. Þannig að ég bið ráðherra að íhuga það aðeins og ráðuneytið gefi jafnvel umsögn um málið sjálft sem það samdi.