152. löggjafarþing — 53. fundur,  21. mars 2022.

Varamenn taka þingsæti.

[15:00]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá varaformanni þingflokks Flokks fólksins um að Tómas A. Tómasson geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá Guðmundi Inga Kristinssyni um að hann verði fjarverandi á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Reykv. n., Kolbrún Baldursdóttir, og 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Suðvest., Jónína Björk Óskarsdóttir. Þær hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa að nýju.

Borist hefur bréf frá Hönnu Katrínu Friðriksson, 8. þm. Reykv. s., um að hún verði fjarverandi á næstunni. Því er óskað eftir því að í dag taki Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson sæti á Alþingi en hann er 3. varamaður á lista Viðreisnar í kjördæminu. 1. og 2. varamaður á lista í kjördæminu hafa boðað forföll.

Einnig hefur borist bréf frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 7. þm. Norðaust., um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Því tekur Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi en hann er 2. varamaður á lista Miðflokksins í kjördæminu og víkur þá 3. varamaður í kjördæminu, Ágústa Ágústsdóttir, af þingi. 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll.