152. löggjafarþing — 53. fundur,  21. mars 2022.

heilbrigðisþjónusta.

433. mál
[19:16]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef komið hér til afleysinga af og til frá því 2017 en þessa spurningu hef ég aldrei fengið. Ég get örugglega tínt til eitt og annað sem mér þykir gott en þá á ég eftir að eiga það samtal við hæstv. heilbrigðisráðherra. Það er ekkert víst að þó við séum sammála varðandi þetta frumvarp séum við endilega sammála í öllum málum. En leiti heilbrigðisráðherra til mín þá heiti ég því að ég skal bregðast vel við því og leggja fram hugmyndir á hans borð kjósi hann svo. En varðandi spurningu hv. þingmanns er ég eiginlega svolítið kjaftstopp. Ég átti bara alls ekki von á því að vera kallaður til verka og í vinnu hjá hæstv. heilbrigðisráðherra en þróist mál þannig þá fagna ég því og skal glaður mæta og taka þátt í þessu með hæstv. ráðherra Willum Þór Þórssyni.