152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[19:44]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er þá spurning þegar við erum að ganga í að breyta því hverjir mega kaupa áfengi hvar að við hugsum út í það af hverju aldurstakmarkið þar er tveimur árum hærra en lögræðisaldur. Fyrst við erum farin að tala um valkost á því að geta keypt það sem við viljum þar sem við viljum þá er athyglisvert að hafa í huga að í gær dró hæstv. heilbrigðisráðherra til baka frumvarp um neysluskammta ávana- og fíkniefna á sama tíma og t.d. ýmis fylki í Bandaríkjunum hafa verið að setja nákvæmlega svona lög í kringum um það hvernig hægt sé að tryggja öryggi þess að selja ekki börnum ávana- og fíkniefni. Hvað finnst hv. þingmanni um að taka næsta skref eftir áfengið?