152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[19:50]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Eins og ég sagði í minni fyrri ræðu var ég svolítið hrifinn af því hversu vel var farið yfir það að það geti verið sakleysislegt að hleypa einhverju í gegn af því að það skipti kannski ekki svo miklu máli í einhverju heildarsamhengi, en við erum þá kannski komin á þann stað að við erum þá að búa til fordæmi fyrir íþyngjandi löggjöf annars staðar. En ég myndi gjarnan vilja spyrja hv. þingmann, af því að þetta er kemur frá ríkisstjórninni og hv. þingmaður er í ríkisstjórnarliðinu: Getur hún upplýst okkur um afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þessa máls og hversu mikið það hefur verið rætt á vettvangi þingflokksins og hvort við eigum von á því að sá flokkur sem kennir sig mikið við frelsi einstaklingsins muni vinna í því sem hópur að koma í veg fyrir að verstu greinarnar nái í gegn?