152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

450. mál
[21:30]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér var bakgrunnur fólks nefndur og af því að það var gert ætla ég að nefna það að ég hef m.a. unnið sem ráðgjafi á stofnun fyrir vímuefnaneytendur og áfengisneytendur og var sjálfur djúpt sokkinn í slíka hluti sem ungur maður. Ég fór í meðferð og kom mér út úr því og þekki þennan heim mjög vel. Það þarf ekkert að banna hluti fyrir mig, ég tek bara ákvörðun um að nota þá ekki sjálfur. Ég held að við þurfum að kenna börnunum okkar það. Það dugar ekki að banna allt. Við bönnum ekki vín af því að það er gult á litinn eða grænt eða blátt. Vín er selt en börn mega ekki nota það (Forseti hringir.) og þannig finnst mér að uppeldi eigi að vera, að börn viti það að sumir hlutir henta þeim ekki og (Forseti hringir.) að þau eiga ekki að nýta þá eða nota þá.