152. löggjafarþing — 56. fundur,  24. mars 2022.

listamannalaun.

408. mál
[16:09]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Ég hef svo sem ekki ákveðna skoðun á því sem hv. þingmaður rakti hér. Ég var kannski meira að vekja athygli á því í ræðu minni að það eru náttúrlega fleiri sviðslistamenn og tónlistarflytjendur sem eru eldri og velti því fyrir mér af hverju þetta tiltekna aldursviðmið, 35 ára, er notað. Hvað með þá sem eru 36 ára? Það var nú það sem ég hafði í huga en það væri kannski ágætt að hæstv. ráðherra kæmi inn á þetta. Að öðru leyti þakka ég hv. þingmanni fyrir ágætisandsvör.