152. löggjafarþing — 56. fundur,  24. mars 2022.

listamannalaun.

408. mál
[16:56]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, það er ekki rétt skilið að við höfum sett einhver skilyrði eða afarkosti, það er langt í frá. Við vildum bara benda á að við höfum verið hér með almennar aðgerðir, við höfum mætt þeim sem orðið hafa fyrir tekjufalli. Hér er frumvarp sem er byggt á sama grunni, en við viljum að það sé rætt og farið yfir það í nefndinni hvort að þá sé hægt að tryggja því sviðslistafólki og tónlistarflytjendum sem urðu fyrir tekjufalli, eins og fólk í mörgum atvinnugreinum — hvort það sé þá ekki hægt að hafa þau við sama borð. Það eru þær athugasemdir eða það sem við vildum að væri rætt í við meðferð þessa máls.