152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:17]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Forseti. Þetta er um fundarstjórn forseta, ég lofa. Nú er ég varamaður á þingi og ég er ný og ég veit ekki alveg hvernig venjan er en með fullri virðingu fyrir forseta Alþingis þá held ég að það mætti alveg slaka aðeins á bjöllunni stundum þegar við erum bara nýfarin yfir tímamörkin. Þetta getur orðið svolítið vont í eyrun. En eins og ég sagði er ég bara varamaður og ég veit ekki alveg hvernig venjan er, hvort forseti á að slá í bjöllu strax nokkrum sinnum um leið og við erum farin yfir tímamörkin.