152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

Hellisheiði.

428. mál
[18:04]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Forseti. Höfuðborgarsvæðið stækkar óðfluga, nær út á Reykjanesskaga, upp í Borgarfjörð og yfir í Árnessýslu. Ungt fólk flýr hátt íbúðaverð í Reykjavík á sama tíma og það sækir í rólegra umhverfi. Það er því nauðsynlegt að fara í endurskoðun á samgöngum á þessu nýja starfssvæði höfuðborgarinnar og finna leiðir til að tryggja aðgengi, jafnvel þegar móðir náttúra minnir okkur á hversu norðarlega við búum, í því sveiflukennda veðurfari sem við nú upplifum. Á sama tíma þarf að hugsa upp leiðir til að skapa fjarvinnuaðstöðu fyrir starfsfólk þá daga sem móðir náttúra ákveður að loka öllu og hleypa engum hingað á Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.