152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

um fundarstjórn.

[19:45]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Frú forseti. Rétt í þessu kallaði hæstv. dómsmálaráðherra eftir einhvers konar, ég veit ekki hvað það er nákvæmlega sem hann var að biðja um, aðgerðum eða umræðu af hálfu forsætisnefndar Alþingis um það hvernig hægt væri að sporna gegn ómálefnalegum umræðum í þingsal og þá sérstaklega gagnvart einni tiltekinni þingkonu sem er reyndar ekki í salnum og var það ekki heldur þegar þau orð voru látin falla. Mig langar að inna hæstv. dómsmálaráðherra eftir því hvað það er nákvæmlega sem hann telur eðlilegt að forsætisnefnd Alþingis geri gagnvart einstökum ummælum hv. þingmanns. Ég er svolítið hissa á þessari yfirlýsingu frá hæstv. ráðherra.