152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[18:24]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að þakka þingmanninum fyrir ræðuna í 1. umr. um þetta mikilvæga frumvarp, um fjarskipti. Ég verð að nota tækifærið og benda þingheimi á að þessi lagabót kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn eins og svo margt annað sem bætt hefur líf og samkeppnismarkað hér á landi á undanförnum áratugum. Neytendaverndin kemur frá Brussel, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Mig langar til að biðja hv. þingmann að velta aðeins vöngum með mér yfir gjaldtökunni á tíðniheimildum. Mig langar að spyrja hvort hann hafi lagt mat á það hvort gjaldtakan sé í raun næg miðað við þau verðmæti sem hér er verið að úthluta til einkafyrirtækja.