152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[19:05]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Forseti. Já, þetta er mjög áhugavert. Ég held, svo ég komi aðeins frá öðrum stað, að við höfum mögulega átt þessar samræður fyrir tveimur árum, ég og hv. þingmaður, og ég held að þá hefði ég mögulega nálgast þetta á annan hátt. En í ljósi þeirra tíma sem við lifum núna, annars vegar ófriðarins í Evrópu, árásar Pútín-stjórnarinnar á Úkraínu, og hins vegar orðræðunnar um yfirvofandi netárásir og netöryggi þá eykst þunginn í því að við þurfum að tryggja þessa hluti. Spurningin er: Getum við tryggt persónuvernd einstaklinga á sama tíma? Ég sé að hv. þingmaður hristir höfuðið. Ég er ekki alveg sannfærð um að það sé ómögulegt, ég er allavega ekki tilbúin til að gefast upp á því vegna þess að ég held að það sé bara verkefni sem við stöndum frammi fyrir og verðum að leysa. (Forseti hringir.) Þetta er það sem við búum við núna og þessi staða mun bara þyngjast og aukast, held ég.