152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[19:32]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það var annað sem ég hjó eftir í ræðu hv. þingmanns og það var umfjöllunin um fjarskiptakerfi sem grunninnviði. Ég veit að hv. þingmaður var sérstakur áhugamaður um aðra tegund innviða, rafmagnskerfið okkar, orkukerfið, hér á síðasta kjörtímabili en þetta er dálítið ólíkt sem við erum með hér, fjarskiptakerfið okkar. Stór hluti þess var í eigu Mílu sem nú er búið að selja, var reyndar selt á sínum tíma þegar Síminn var seldur. Þarna erum við ekki með grunninnviði í ríkiseigu, þar af leiðandi ráða samkeppnismál því oft frekar en samfélagslegar ástæður hvar verið er að leggja þessa innviði. Mig langar að vita hvort hv. þingmaður sér einhverja samlíkingu milli orku og fjarskipta.