152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[20:22]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að viðurkenna að þetta er flókið mál að taka á. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá myndi ég segja: Því einfaldara, þeim mun betra. Ég hef einhvern veginn trú því að ef við getum einfaldað hlutina þá eigum við að gera það. En því miður er tilhneigingin hjá okkur alltaf að flækja hlutina rosalega mikið þannig að við eigum enga möguleika á því að fylgjast með. Segjum að það sé eitthvað skráð á netið sem þú vilt eyða en þótt þú eigir allan réttinn og gerir allt löglega og það má ekki vera þarna inni og þú átt að að geta tekið það út (Forseti hringir.) þá geturðu það ekki. Segir það okkur ekki hversu vonlaus þessi barátta er?