Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 274/2021 um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn o.fl.

463. mál
[18:09]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni, það er mat Neyðarlínunnar að fjárþörf vegna eflingar búnaðar kunni að nema allt að 35 millj. kr. og rekstrarkostnaður aukast um 20 millj. kr. á ári. Hvað búnaður það er nákvæmlega sem Neyðarlínan telur sig þurfa að fjárfesta í kann ég ekki skil á, en ég hef þó lært það að þegar fjárfest er í betri búnaði sem litið er á sem einskiptiskostnað þá fylgir oft viðvarandi rekstrarkostnaður slíkum nýjum búnaði. Þannig að ég geri ráð fyrir því að rekstrarkostnaðurinn snúi að því að það sé bara hærri rekstrarkostnaður með nýrri og þá væntanlega betri búnaði. Hver sá búnaður er nákvæmlega kann ég ekki skil á til að lýsa hér en því er hægt að svara í nefndinni.